"Loading..."

Afþreying á Lollandi

Frá Lalandi vatnsgarðinum

Lalandia vatnsgarðurinn

Lalandia í Rødby er einn vinsælasti viðkomustaðurinn á Lollandi. Þessi vatnsgarður inniheldur fjölda rennibrauta,róla og klifurveggja. Foreldrarnir geta slakað á í gufubaði eða á "ströndinni" á meðan krakkarnir ærslast.

Frekari upplýsingar má nálgast á heimasíðu Lalandia.

View at Marielyst Beach

Marielyst ströndin

Marielyst er 20 km. löng strönd með hvítum sandi. Þetta er einstaklega fallegur staður. Strandlengjuna prýða allskyns veitingastaðir og aðrar freistingar. Hjólastígur liggur meðfram sjónum. Mundu bara að pakka smá nesti og öli í tösku til að gera góða dagsferð ógleymanlega.

Futher info on Visit Lolland.

Fuglesangs Museum seen from the outside

Fuglesangs safnið

Fuglesangs Museum er vel geymt leyndarmál. Á safninu má sjá verk eftir marga af fremstu listamönnum Danmerkur. Safnið hefur líka að geyma einstaklega notalegt kaffihús. Húsið er teiknað af hinum hinum heimsþekkta Tony Fretton og er mannvirkið því áfangastaður út af fyrir sig. Ef þú átt leið hjá, skoðaðu þá líka gamla Fuglesangs herragarðinn.

Nánari upplýsingar á heimasíðu Fuglesangs Museum.

Men jousting at the Medievel Center.

Middelaldercentret

Middelaldercentret er þema-garður í miðaldastíl. Þar eldar fólk, veiðir og lifir lífnu líkt og árið sé 1400. Reglulega eru haldnar burtreiðar og annarskonar miðaldalegar uppákomur. Þarna má líka sjá áhugaverðar sýningar um handverk og menningu miðalda.

Sjá nánar á vefsvæði Middelaldercentret.

A giraffe pays a visit to a car

Knuthenborg dýragarðurinn

Knuthenborg er safari garður þar sem gestum er gefinn kostur á að komast í snertingu við ýmis framandi dýr. Garðinum er skipt upp í nokkur svæði, s.s. Afrísku sléttuna og Norður- og Suður-Ameríku. Þarna má því sjá allt frá nashyrningum og tígrisdýrum yfir í úlfa og kengúrur. Á svæðinu er líka gríðarstór leikvöllur fyrir börnin með ýmiskonar tækjum og afþreyingu. Knuthenborg er hreinlega eins og lítill heimur innan Danmerkur. Frábær dagsferð!

Skoða má nánar á heimasíðu Knuthenborg.

An aligator!

Krókódílagarðurinn

Á Láglandi er annar dýragarður, en þessi er tileinkaður krókódílum. Garðurinn státar af stærsta safni krókódíla í heiminum, eða 23 tegundir á einum og sama stað. Þarna býr m.a. þyngsti krókódíll í Evrópu, en hann er yfir 500 kíló að þyngd.

Frekar upplýsingar á Krokodillezoo.dk.

Nysted's Church

... og margt, margt fleira!

Á þessum slóðum margir dásamlegir staðir til að heimsækja. Yndislegt er að fara í hjólatúr um svæðið, enda mjög fagurt og flatt. Ekki hika við að spyrja okkur um ráðleggingar þegar þú kemur - við aðstoðum þig með ánægju! Ef við ættum að nefna nokkra áfangastaði til viðbótar væri t.a.m. bærinn Nysted framarlega á lista, en hann er þekktur fyrir sínar marglitu seglskútur. Bærinn Nakskov hélt upp á 750 ára afmæli sitt árið 2016 og er ýmislegt áhugavert að skoða þar. Brugghúsið Krenkrup Traktorstedet er hér í grenndinni, svo hæglega má ganga þangað til að fá sér bjór eða tvo.