"Loading..."

Sagan okkar

Fjelde Guesthouse séð að utan

Nýtt upphaf

Eftir að hafa komið okkur óþarflega vel fyrir í húsi í Garðabænum ákváðum við að halda á vit ævintýranna. Við pökkuðum aleigu okkar í gám og sendum hann til Danmerkur. Áfangastaðurinn var Lolland þar sem við höfðum keypt gamlan skóla sem var í niðurníslu. Þessu gamla húsi, á þessu dásamlega láglendi, ætluðum við að gera að nýju heimili okkar.


Fjallið

Eftir að hafa búið á Íslandi stærstan hluta ævinnar virtist flatasti hluti Danmerkur alveg fullkominn staður fyrir nýtt upphaf. Í gríni töluðum við um að nefna nýja húsið okkar "Fjallið" sem svolítið kaldhæðinn óð til heimalandsins. Það var því dálítið skondið að komast að því að húsið hét nú þegar Fjelde eða "Fjöll" á dönsku. Þessi fyrrum skóli var þekktur í sveitinni sem Fjelde skole.


Fjelde skólinn

Húsið sem var byggt árið 1906 er 550 fermetrar á stærð. Það hýsti Fjelde skole þar til undir lok sjöunda áratugarins. Þá var skólinn seldur og honum breytt í heimili. Þegar við keyptum húsið árið 2015 hafði það séð sinn fífil fegurri. Okkar markmið var að koma húsinu til síns fyrri blóma - og jafnvel gera aðeins betur en svo!
DIY Bed & Breakfast

Við erum stolt að geta sagt að húsið gerðum við sjálf upp að öllu leiti. Reynir er reyndur smiður en Ríkey starfaði lengi sem textílhönnuður og var eigandi Hótel Öldunnar á Seyðisfirði. Saman myndum við því frábært teymi til að takast á við verkefni eins og þetta. Með smávegis hjálp frá vinum okkar tókst okkur að opna fyrstu herbergin í júlí 2016.


Umhverfið

Umvafið háum trjám og miklu dýralífi, þá er staðurinn einstaklega friðsæll og notalegur. Hinsvegar er nóg að gera allt í kring, staðir eins og Lalandia vatnsgarðurinn og Knuthenborg Safari garðurinn heilla marga ferðalanga. Mögulega langar þig að lesa um fleiri skemmtilega hluti til að gera á Lollandi?


Litla búðin okkar

Á gistiheimilinu rekum við lítið galleríi. Þar er til sölu allskyns hönnun, s.s. fatahengin okkar fallegu, peysur og annað handverk frá svæðinu. Endilega líttu við ef þú átt leið hjá!


A Room at Fjelde Guesthouse